Aðalfundur 2023
Aðalfundur var haldinn þann 28.desember 2023
Kosning í stjórn var eftirfarandi:
Formaður: Sigríður Elín Olsen
Varaformaður: Linda Ýr Stefánsdóttir
Gjaldkeri: Bjarklind Þór
Ritari: Dóra Ásgeirsdóttir
Líflukka Dýraathvarf
Stofnun dýraathvarfs
Við viljum stuðla að opnun dýraathvarfs þar sem húsdýr fá að lifa út ævi sína án þess að vera notuð í matvæli eða aðra vöruframleiðslu. Dýrin í dýraathvörfum kenna almenningi um eðlilegt atferli dýra og þær aðstæður sem þau lifa við í búskap.
Dýraathvarfið var hugarfóstur nokkurra einstaklinga til að byrja með sem kviknaði árið 2016. Margar vangaveltur fóru í gang varðandi hvernig best væri að bera sig að við fjármögnun slíkts athvarfs, því kostnaðarliðir eru margir og stórir.
Það var svo haustið 2019 sem hestur að nafni Snær var auglýstur til sölu og ýjað að því að þar sem hann hafi hrekkt knapa gæti verið best að senda hann hreinlega í slátur. Við tókum okkur saman um að frelsa Snæ undan frekari tamningum og brunuðum norður í land til að sækja hann og fluttum í stórt beitarhólf á suðurlandi þar sem hann hefur nú eignast fjölskyldu. Boltinn byrjaði þarna að rúlla hraðar en við bjuggumst við og hefur nú folaldið Líflukka bæst við. Nafn athvarfsins dregur nafn sitt af henni og finnst okkur það mjög viðeigandi.Athvarfið er rekið af sjálfboðaliðum sem skipta á milli sín verkum og vöktum. Við erum um tuttugu manna hópur dýravina og njótum stuðnings Samtaka Grænkera sem aðstoða okkur við utanumhald fjármuna og söfnunar fyrir athvarfið. Stefna okkar er að ráða starfsfólk þegar athvarfið er komið á þann stað að við höfum ráð á því, það veltur allt á því hvernig söfnun og styrkumsóknir ganga
About Líflukka Animal Sanctuary
The idea to open a sanctuary in Iceland has been amongst a few individuals since 2016. Through the years there have been many speculations and ideas on how to best raise funds to open a sanctuary, since the costs can be quite extensive. It was then in the autumn of 2019 that a horse named Snær was advertised for sale because of behavioral issues. We put our heads together and managed to rescue Snær, to do that we had to drive up to the northside of the country to pick him up, which we did and brought him back to the southern region where he gained a new family. The ball started rolling quickly after this and by now we have a foal named Líflukka in the same place as well. Our sanctuary draws it's name from her, which loosely translates to “Life Luck”, which we find very appropriate.
Framlög - Donations
Öll fjárframlög, lítil eða stór eru mikils metin af okkur og dýrunum í athvarfinu.
Þú getur styrkt okkur með því að smella á "Buy Now" hér að neðan, þú ræður upphæðinni:
All donations, small or large are greatly appreciated by us and the animals in the sanctuary.
You can donate to us by pressing "Buy Now" here below. You choose the amount:Stefna okkar er að byggja upp dýraathvarf þar sem dýrin fá að lifa út ævi sína án þess að vera nýtt til manneldis eða annarar hagnýtingar. Dýraathvörf gefa kost á því að almenningur kynnist þörfum og náttúrulegri hegðun dýra í umhverfi sem hentar þeim eins vel og kostur er. Ef þú lumar á landi eða húsnæði sem gæti hendað undir starfsemi dýraathvarfs, þá endilega hafðu samband við okkur hér neðar á síðunni. Við erum stöðugt að að þyggja frjáls framlög almennings fyrir uppihaldi dýranna og uppbyggingu athvarfsins. Við erum þakklát fyrir öll framlög. Þú getur keypt allt sem er í boði hér að ofan með millifærslu á reikning okkar ef þú kýst það frekar en að nota Paypal. Sendu okkur bara póst á liflukka@gmail.com, settu inn þann styrk/gjafabréf sem þú vilt borga fyrir og láttu fylgja með staðfestingu á millifærslu. Þá er allt klárt og við sendum þér þakkir og/eða gjafabréfið þitt.Kt: 520423-2490Banki: 0133-26-009837(IBAN: IS18 0133 2600 9837 5204 2324 90)ENGLISHAll donations, big or small, are greatly appreciated by us and the animals Animal Sanctuary in Iceland. The Icelandic vegan society is establishing an animal sanctuary where animals get to live out their lives without being exploited or slaughtered for food or other human use. Animal sanctuaries give the public a chance to observe the animal's natural behavior, learn about their needs and how to take care of them. If you have any information about a piece of land or housing that could benefit the sanctuary please contact us at liflukka (at) gmail.com We have an ongoing fundraising campaign for the sanctuary so if you would like to assist us in purchasing land for our sanctuary you can do so with the information below. All donations are greatly appreciated.You can buy anything listed above if you prefer to use ISK as currency, rather than using Paypal. Just send us an e-mail to liflukka_(at)_gmail.com, state the donation of your choosing and attach payment confirmation. Then everything is ready and we will send you our thanks and/or your gift certificate. Kt: 520423-2490Banki: 0133-26-009837 (IBAN: IS18 0133 2600 9837 5204 2324 90)
Contact
Hafðu samband
Copyright © 2019 - Proudly built with Strikingly